Styrkþegarnir Anna Selbann, Hugrún Fjóla Hannesdóttir og Birna Lárusdóttir ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni og Sveini Aðalsteinssyni, formanni stjórnar Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.
17. janúar 2023Meistaranemi í áfallastjórnun fær styrk
Á hátíðarfundi Visinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands þann 12. janúar sl. afhenti forseti Íslands Hugrúnu Fjólu Hannesdóttur styrk frá sjóðnum fyrir meistaraprófsritgerð hennar í áfallastjórnun, við háskólann á Bifröst.
Yfirskrift ritgerðar er Áfallastjórnun vegna Covid-19. Viðbúnaður og viðbrögð í sveitarfélaginu Mýrdalshreppi.
Alls voru þrír styrkir veittir, en Vísinda- og rannsóknasjóður Suðurlands úthlutaði að þessu sinni smt. 1,6 m.kr. í styrki.
Í rannsókn sinni, greinir Hugrún Fjóla hvernig fámennt sveitarfélag eins og Mýrdalshreppur hefur tekist á við það samfélagslega áfall sem fólst í COVID-19 heimsfaraldrinum og þá sérstaklega hvaða þýðingu stuðningur stjórnvalda hafði.
Meistaranámi í áfallastjórnun var hleypt af stokkunum við háskólann á Bifröst haustið 2021 og munu fyrstu nemar með MA og MCM gráðu í faginu útskrifast þann 18. febrúar nk.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta