Málþing um innleiðingu nýrrar persónuverndar hjá hinu opinbera
Föstudaginn 15.mars 2019 standa Háskólinn á Bifröst og Fræðslusetrið Starfsmennt sameiginlega að málþingi um nýja persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í maí síðastliðnum. Málþingið er innlegg í opinbera umræðu um löggjöfina út frá sjónarhorni stjórnsýslunnar og siðfræðinnar.
Nauðsynlegt er að skrá sig í málstofuna, skráning fer fram hér.
Dagskrá:
12:45 Húsið opnar - kaffi
13:00 Setning málþings
13:10 Innleiðing breyttrar löggjafar – reynslusögur frá sveitarfélagi og ríkisstofnun
Telma Halldórsdóttir, persónuverndarfulltrúi Garðabæjar
Hólmar Örn Finnsson, persónuverndarfulltrúi hjá embætti landlæknis
14:00 Kynning á námsleið í opinberri stjórnsýslu til diplóma og BA gráðu
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst
14:15 Kaffihlé
14:30 Persónuverndarlögin með augum siðfræðinnar
Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki og stundakennari við Háskólann á Bifröst
15:30 Pallborðsumræður og málþingsslit
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta