Málstofa um menningu sem atvinnustefnu haldin 21. nóvember 14. nóvember 2014

Málstofa um menningu sem atvinnustefnu haldin 21. nóvember

Málstofa er haldin til þess að ræða um menningarstefnu sveitarfélaga og menningarráða landsbyggðarinnar og hvernig hægt er að hugsa hana til framtíðar. Málstofan er haldin milli kl. 10 - 13 þann 21. nóvember.

Rætt verður um tilgang menningarstefnu í stjórnsýslu, hvernig hún gagnast í daglegum rekstri og skipulagningu menningarverkefna. Þá verður spurt sérstaklega hvernig menningarstefna tengist atvinnustefnu sveitarfélaganna.

Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson frá Háskólanum á Bifröst en þátttakendur verða m.a. Elísabet Haraldsdóttir frá Menningarráði Vesturlands, Jón Jónsson frá Menningarráði Vestfjarða, Ingibergur Guðmundsson frá Menningarráði Norðurlands Vestra, Ágúst Einarsson og Vilhjálmur Egilsson frá Háskólanum á Bifröst.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta