Magnús Skjöld tekur sæti á Alþingi
Í þessari viku tekur dr. Magnús Skjöld, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sæti sem varamaður á Alþingi, en hann er 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og mun sinna þingstörfum í eina viku í fjarveru Helgu Völu Helgadóttur.
Magnús hefur áður tekið sæti á Alþingi, á árunum 1998 og 1999 og er því að taka sæti á ný eftir næstum 24 ára hlé. Mun það vera lengsti tími sem hefur liðið milli tveggja þingsetutímabila hjá alþingismönnum fram að þessu. Magnús var þá í þingflokki Samfylkingarinnar á upphafsárum hennar, ásamt þingmönnum eins og Ragnari heitnum Arnalds, Bryndísi Hlöðversdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Svavari heitnum Gestssyni. Davíð Oddsson var forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra.
Við óskum Magnúsi góðs gengis á vettvangi Alþingis.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta