12. mars 2019

Magnús Árni Skjöld Magnússon tekur við sem forseti félagsvísinda- og lagadeildar

Magnús Árni Skjöld Magnússon hefur tekið við sem deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar við skólann af Sigrúnu Lilju Einarsdóttur sem heldur áfram störfum sem dósent við skólann. Magnús mun gegna stöðunni út þetta skólaár.

Magnús hefur starfað við skólann frá árinu 2000 og sinnt ýmsum störfum, þar á meðal sem dósent, deildarforseti félagsvísindadeildar og rektor. Auk stöðu deildarforseta mun Magnús áfram sinna stöðu dósents við deildina.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta