Magnaður mannauðsdagur 9. október 2023

Magnaður mannauðsdagur

Háskólinn á Bifröst lét sig ekki vanta á mannauðsdaginn, sem haldinn var af Mannauðsfólki, félags mannauðsfólks á íslandi í Hörpu sl. föstudag. HB er enda einn vinsælasti háskólinn í mannauðsstjórnun hér á landi og er mannauðsáherslan í forystu og stjórnun samfara því eitt mestsótta meistaranám háskólans á ári hverju. 

Það fylgir því jafnframt sögunni að Bifrestingar á meðal mannauðsfólks hafi átt skemmtilega endurfundi á kynningarbás Háskólans á Bifröst. Hér að ofan má sjá dæmi um slíka endurfundi, þar á meðal Heiði Ósk Pétursdóttur, Bifresting og mannauðsstjóra Háskólans á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta