29. mars 2022

Leynist samfélagsfrumkvöðull í þér?

Dagana 20-27 ágúst verður haldin nýsköpunarstofa í Nuuk á Grænlandi þar sem 200 ungt fólk á aldrinum 18-35 ára frá ellefu löndum á Norðurslóðum mun deila hugmyndum, byggja upp tengslanet og þróa nýjar lausnir fyrir áskoranir heimsins eins og þær eru settar fram í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Nýsköpunarstofan er styrkt af Norræna Atlantshafssamstarfinu (NORA) sem er stýrt af nýsköpunarfyrirtækinu UNLEASH í Danmörku. Samstarfsaðilar á Íslandi eru NORTH Consulting og samstarfsvettvangurinn Icelandic Artic Cooperation Network.

Á nýsköpunarstofunni verður unnið með eftirfarandi þemu: menntun; heilsa,þm.t. geðheilsa; líffræðilegur fjölbreytileiki og loftslagsbreytingar.

Allt að 11 ungir Íslendingar verða valdir til þátttöku. Kostnaður vegna þátttöku er að fullu greiddur utan 150€ skràningargjalds. Umsóknarfrestur er til hádegis 22. apríl. Þátttakendur verða valdir úr hópi umsækjenda. Sjá nánar hér: https://unleash.org/greenland/

Nánari upplýsingar um verkefnið, nýsköpunarstofuna og þátttöku veitir Maria Kristin Gylfadottir, maria@northconsultingis, sími 8204752.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta