Lektor Háskólans á Bifröst veittur virtur Kínverskur rannsóknarstyrkur 30. ágúst 2019

Lektor Háskólans á Bifröst veittur virtur Kínverskur rannsóknarstyrkur

Dr. Francesco Macheda, lektor í stjórnmálahagfræði við skólann, hlaut hinn eftirsóknarverða styrk, Understanding China Fellowship, sem er veittur af Stofnun Konfúsíusar (HANBAN) í Peking. Styrkveitingum úr sjóðnum er ætlað að styðja við þátttöku erlendra fræðimanna við  rannsóknir með kínverskum háskólum og stofnunum.

Rannsókn Dr. Macheda snýr að viðskiptasambandi Kína og Bandaríkjanna og mun hann vinna að henni í Peking frá september fram í desember á þessu ári. Francesco mun starfa undir handleiðslu Dr. Qingyi Su, sem er staðgengill forstöðumanns alþjóðaviðskiptadeildarinnar innan Alþjóðlegu hag- og stjórnmálafræði stofnun Kína. Þá mun hann vinna rannsóknina í samstarfi við Roberto Nadalini, en þeir hafa í sameiningu unnið að og birt tvær rannsóknargreinar í alþjóðlegum fræðiritum á síðastliðnum mánuðum.

Frekari upplýsingar um ‘Understanding China Fellowship’ er að finna hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta