Leikvöllur tækifæranna
Hinn árvissi Háskóladagur verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars nk. og gefst þá kjörið tækifæri fyrir alla sem hafa hug á háskólanámi að kynna sér fjölbreytt námsframboð í háskólum landsins.
Háskólinn á Bifröst kynnir námsframboð sitt á þremur stöðum, þann 2. mars nk. eða HÍ (háskólatorg, kjallari), HR og LHÍ.
Eftir næstu helgi leggja háskólarnir síðan land undir fót og standa fyrir háskóladeginum á Egilsstöðum 7. mars, Akureyri 8. mars og á ísafirði 13. mars.
Háskóladagurinn er sameiginlegur vettvangur allra háskólanna þar sem nemendur, kennarar, vísindafólk og námsráðgjafar bera hitann og þungann af kynningum á náminu.
Þetta góða samstarf háskólanna hefur staðið yfir í nærri 40 ár og hefur í gegnum árin nýtist ótrúlegum fjölda verðandi nemenda við að velja sér nám við hæfi.
„Það má líkja Háskóladeginum við leikvöll tækifæranna þar sem öll ættu að geta fundið nám við sitt hæfi. Námsframboð háskólanna sjö er enda gríðarlega fjölbreytt og spennandi. Það getur því verið vandi að velja en starfsfólk skólanna og nemendur verða á staðnum ásamt námsráðgjöfum til að styðja við námsvalið,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Háskóladagsins.
Háskóladagurinn verður að þessu sinni á þremur stöðum auk Reykjavíkur en hann verður á Egilsstöðum fimmtudaginn 7. mars, á Akureyri föstudaginn 8. mars og á Ísafirði, miðvikudaginn 13. mars.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson mun ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra formlega hefja daginn í Reykjavík, í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi klukkan 12, laugardaginn 2. mars.
Alla sem langar að kynna sér kynna sér námsframboð háskóla landsins eru hvattir til að taka þátt í háskóladeginum.
Í Reykjavík fara námskynningar fram í Háskóla Íslands, (Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, HÍ, Landbúnaðarháskólinn og Listaháskóli Íslands), í Háskólanum í Reykjavík (Háskólinn á Bifröst, HR og Listaháskóli Íslands) og í Listaháskóla Íslands (LHÍ) í Laugarnesi.
Að háskóladeginum standa Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu dagsins, www.haskoladagurinn.is.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta