23. október 2025

Kvennafrídagurinn - takmörkuð þjónusta

Föstudaginn 24. október verður haldið upp á Kvennaverkfall, sem á sér hálfrar aldar sögu og er hluti af Kvennaári 2025. Þennan dag leggja konur niður störf, launuð sem ólaunuð, til að minna á gildi jafnræðis og réttlætis.

Háskóli á Bifröst stendur með þeim sem taka þátt í þessari táknrænu göngu jafnræðis og hvetur konur í hópi starfsfólks og nemenda til að taka þátt og stjórnendur til að skapa svigrúm til þess. 

Það má Því búast við því að þjónusta skólans verði takmörkuð vegna þessa og viljum við benda fólki á að senda okkur erindi sín í tölvupósti þennan dag. Vonum við að nemendur, annað starfsfólk og aðrir sem til okkar leita sýni þessu skilning og stuðning, því stundum þarf að staldra við svo við getum öll gengið áfram saman jöfnum skrefum.