Málstofa á vegum Nemendafélags Háskólans á Bifröst

Málstofa á vegum Nemendafélags Háskólans á Bifröst

8. febrúar 2022

Jafnrétti til menntunar

Í tilefni af Jafnréttisdögum 2022 stendur Háskólinn á Bifröst fyrir opinni málstofu um jafnrétti til menntunar. Sterkur hópur frummælenda mætir til leiks og situr fyrir svörum að framsögum loknum.

Í nútíma samfélagi hafa kröfur og tækifæri til menntunnar tekið breytingum. Að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir er mikilvæg nálgun í jafnréttismálum líðandi stundar og þar slær Háskólinn á Bifröst ekki slöku við, heldur vill hafa stöðuga sókn og grípa tækifærin til þess að gera betur í þágu allra. Þá hefur samfélagið ekki síður þurft að þróast og aðlagast því breytta umhverfi sem hefur verið óhjákvæmilegur fylgifiskur Covid-19 faraldursins.

Frummælendur málstofunnar eru Sandra Björk Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Samkaupa, Guðjón Ragnar Jónasson, kennari og rithöfundur, Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Júlíus Andri Þórðarsson, fyrrverandi hagsmunafulltrúi Nemendafélags Háskólans á Bifröst, Hlynur Finnbogason, deildarfulltrúi viðskiptadeildar og mönnunarfulltrúi hjá Strætó bs og Egill Örn Rafnsson, formaður Nemendafélags Háskólans á Bifröst og tónlistarmaður.

Að framsögum loknum fara fram umræður. Fundarstjóri er Erla Björg Eyjólfsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskólans á Bifröst.

Málstofan verður send út í beinu streymi á FB síðu jafnréttisdaga 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta