25. apríl 2023

Íslenskukennsla fyrir útlendinga

Íslenskukennslan er hluti af aðfaranámi háskólagáttarinnar, en markmið þess er að veita fólki tækifæri til að sækja sér öflugan undirbúning fyrir nám á háskólastigi. 

Aðfaranám í íslensku sem annað mál er tveggja ára námsleið í íslensku sem undirbýr nemendur fyrir háskólanám á íslensku. Námið er að sögn Önnu Jónu Kristjánsdóttur, forstöðumanni Háskólagáttar Háskólans á Bifröst, í fjarnámi og er gert ráð fyrir að nemendur stundi það samhliða vinnu eða öðru námi, svo sem námi við Háskólagátt fyrir nemendur sem ekki eiga íslensku sem móðurmál.

Nám við Háskólagátt sem hentar þeim sem uppfylla ekki aðgangsviðmið í grunnnám háskóla eða vilja sækja sér góðan undirbúning áður en þeir hefja Háskólanám. Námið er 70 einingar og hægt er að ljúka því á einu ári eða skrá sig í Háskólagátt með vinnu og dreifa því á lengri tíma. 

Þá er einnig nám í boði fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. „Námið er 70 einingar en dreifist á tvö ár þar sem gert er ráð fyrir að nemendur stundi aðfaranám í íslensku sem annað mál samhliða. Hluti af námskeiðunum eru kennd á íslensku með stuðning og styðja við nám í íslensku sem öðru máli,“ segir Anna Jóna.

Nánar um aðfaranám við Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta