14. mars 2022

Ísland undirritar yfirlýsingu Bologna samstarfsins

Bologna Follow Up Group, embættismannanefnd Bologna samstarfsins um háskólamál og samevrópska háskólasvæðisins (e. European Higher Education Area) hefur gefið út yfirlýsingu f.h. þeirra sem eiga aðild að samstarfinu um innrás Rússa í Úkraínu. Bæði Rússland og Úkraína eru aðilar að Bologna samstarfinu.

Ísland var í hópi ríkja er skipaði ritnefnd yfirlýsingarinnar, og meðal fyrstu landa er undirrituðu hana. Markar yfirlýsingin núverandi stefnu íslenskra stjórnvalda í háskólamálum í þessum málaflokki. Stuðningsaðilum við yfirlýsinguna er bætt við jafnóðum og þær berast.

Í yfirlýsingunni er árás Rússa í Úkraínu fordæmd harðlega. Aðildarríki samstarfsins og hagsmunasamtök evrópusamstarfsins eru jafnframt hvött til að styðja við háskólastarf í Úkraínu, s.s. með því að greiða fyrir því að nemendur og starfsfólk geti haldið áfram námi og störfum sínum innan akademíunnar þrátt fyrir að vera á flótta frá Úkraínu.

Þá er kveðið fast á um samstarf á sviði háskóla og vísinda við stjórnvöld og stofnanir í Rússlandi eða öðrum aðildarríkjum er styðja innrás Rússa í Úkraínu. Einnig er fjallað um hugrekki rússnesks almennings og aðila innan rússneska háskólasamfélagsins sem mótmælt hafa innrásinni.

Að lokum er lagt til að frysta (e. Suspend) þátttöku Rússa og annarra aðildarríkja er styðja innrásina í Úkraínu í nefndum og vinnuhópum á vegum samstarfsins.

Hlekkur á yfirlýsinguna frá 10.mars 2022.

Hlekkur á síðu tékkneskra stjórnvalda þar sem yfirlýsingin er hýst og er uppfærð.

Frétt á vef stjórnarráðsins um málið

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta