Ifempower: Lokaráðstefna verkefnis um menntun og stuðning við kvenfrumkvöðla. 9. júlí 2021

Ifempower: Lokaráðstefna verkefnis um menntun og stuðning við kvenfrumkvöðla.

Háskólinn á Bifröst hefur frá haustinu 2018 tekið þátt í samstarfsverkefninu Ifempower, sem fjármagnað er af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Markmið verkefnisins er að þróa kennsluefni og aðra innviði til stuðnings við frumkvöðlastarf og nýsköpun kvenna í atvinnulífinu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við 8 aðra háskóla og fræðslustofnanir frá 7 Evrópulöndum, og hefur þegar leitt af sér nýtt námsekið í frumkvöðlafræðum á háskólastigi, sumar- og vetrarskóla sem fram fóru fyrr á þessu ári, ráðgjafarþjónustu og fyrirkomulag handleiðslu fyrir verðandi frumkvöðla sem komið hefur verið á fót í þátttökulöndunum. Einnig hefur verið opnaður vefur með hagnýtu efni til stuðnings við frumkvöðla sem vinna að viðskiptaáætlun og þróun nýrra viðskiptahugmynda. Löndin sem taka þátt í verkefninu eru Austuríki, Ísland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Ungverjaland og Þýskaland. Verkefnið er leitt af HÉTFA frá Budapest, sem er rannsóknarstofnun á sviði viðskipta og stjórnsýslu.

Á lokaráðstefnu verkefnisins verða helstu afurðir þess kynntar og til máls taka reyndir frumkvöðlar, auk sérfræðinga úr stuðningsumhverfi við nýsköpun í Evrópu. Aðalfyrirlesari fundarins er Dana Adriana Puia Morel, frá Evrópuráðinu (European Commission; DG GROW) og sérfræðingur í málefnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Lokaráðstefnan fer fram á rafrænum fundi, þann 12. júli næstkomandi, og hefst dagskrá kl. 07:30 að íslenskum tíma. Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis, og skráning fer fram á vef.  

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta