Í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember 1. desember 2021

Í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti rektor, deildarforsetum og formanni nemendafélags Háskólans á Bifröst á Bessastöðum í tilefni fullveldisdagsins 1. desember.

Háskólamaðurinn tók vel á móti Bifrestingum, en þess má til gamans geta að forseti er með doktorsgráðu í sagnfræði frá Queen Mary, University of London.

Löng hefð er fyrir því að forseti taki á móti fulltrúum háskólanna á fullveldisdeginum og heiðri með því móti framlag þeirra til íslensks samfélags.

Má m.a. rekja það til þess, að stúdentar héldu áfram tryggð við 1. desember sem hátíðardag, eftir að fullveldisdagurinn vék fyrir 17. júní sem þjóðhátíðardagur Íslendinga. Stóðu stúdentar jafnan fyrir hátíðarhöldum á fullveldisdeginum, sem voru gjarnan tleinkuð ýmsum þjóðþrifaverkum. Varð þessi dagur svo smám saman að eins konar einkennismerki stúdenta og háskólamenntunar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta