Hriflan hefur göngu á ný
Magnús Skjöld, dósent, ræðir við Val Gunnarsson, rithöfund um nýjustu bók hans „Stríðsbjarmar“ í Hriflu, hlaðvarpi félagsvísindadeildar. Í bókinni fjallar Valur um stöðu stríðsins í Úkraínu og rætur þess sem teygja sig allt aftur fyrir stofnun Kænugarðs eða Kyiv á Víkingatímum.
Stríðið í Úkraínu er einhver örlagaríkasti viðburður okkar tíma og eru hliðar þess margar og sumar lítt þekktar. Auk þess sem svara er leitað í Hriflu við spurningunni um það hvað stríðið í Úkraínu snúist, þá segir Valur frá því hvernig stríðið er orðið að daglegum veruleika í Úkraínu og með hvaða áhrif það hafi á fólkið og viðhorf þess til lífsins og tilverunnar.
Auk þess sem Valur stundaði nám á sínum tíma í Úkraínu, hélt hann aftur þangað nokkrum mánuðum eftir að stríðið hófst til að leita svara við þessum spurningum og fleirum. Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt og lauk svo ferðinni á vígstöðvunum í Donbas, um það leyti sem gagnsókn Úkraínuhers hófst um haustið. Valur sneri svo aftur til Úkraínu í sumar þar sem stríðsbjarmarnir loguðu enn.
Hér er flóknir og margræðir samtímaviðburðir settir í auðskiljanlegra samhengi og ætti áhugafólk um fréttir líðandi stundar ekki að láta þetta áhugaverða hlaðvarp fram hjá sér fara.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta