Michael var á staðlotu grunnnema nú um helgina með vinnusmiðju þar sem nemendur fengu þjálfun í aðferðafræði hönnunarhugsunar.
7. september 2024Hönnunarhugsun í skapandi greinum
Micheal Hendrix var á meðal kennara á staðlotu helgarinar, en hann og Anna Hildur Hildibrandsdóttir kenna saman námskeið í Skapandi greinum við Háskólann á Bifröst sem nefnist Hönnunarhugsun.
„Eftir að ég las bók Michaels sem heitir Two Beats Ahead: What Musical Minds Teach Us About Innovation, sem fjallar um nýsköpun út frá sköpunarferli framúrskarandi tónlistarmanna, þá var ég sannfærð um að ég vildi fá hann í kennaraliðið hjá okkur," segir Anna Hildur um samstarf þeirra tveggja.
Michael skrifar bókina með Panos A. Panay sem er forseti GRAMMY akademíunnar og þekktur frumkvöðull. Michael var á þessum tíma alþjóðlegur hönnunarstjóri hjá IDEO sem þykir áhrifamesta fyrirtæki í heimi á sviði hönnunarhugsunar. Fyrirtækið sérhæfir sig í að tengja hönnunarhugsun við nýsköpun en nýverið ákvað Michael að segja skilið við IDEO og flytja til Íslands.
„Ég hef heimsótt Ísland reglulega undanfarin 10 ár og heillast af sköpunarkraftinum og áhrifunum sem íslenskir listamenn og frumkvöðlar hafa um allan heim. Ég finn að ég sæki innblástur hér í eigin listsköpun og hef því áhuga á að reyna fyrir mér sem innflytjandi og þátttakandi í íslensku samfélagi,” segir Michael spurður að því hvað hafi orðið til þess að hann ákvað flytja hingað til lands.
Hönnunarhugsun er aðferðafræði sem hægt er að nýta í margvíslegum tilgangi. Í ár beina nemendur í skapandi greinum augunum að kortleggja samsköpunar- og samvinnurými á Íslandi, skoða kosti þeirra og hvort hægt sé að auka samvinnu á milli þeirra og bæta þau með einum eða öðrum hætti.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta