
HHS/Stjórnvísindadagurinn haldinn hátíðlegur
HHS/Stjórnvísindadagurinn var haldinn hátíðlegur þann 30. apríl í glæsilegu húsnæði Háskólans á Bifröst í Borgartúni í Reykjavík. Gestum var boðið upp á veitingar og góða stund saman, en hápunktur dagsins var koma heiðursgestsins, Birgis Ármannssonar, fyrrverandi alþingismanns og forseta Alþingis.
Birgir ávarpaði gesti og ræddi meðal annars stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmál – málefni sem hann hefur fylgst náið með og tekið virkan þátt í í gegnum þingstörf sín frá árinu 2003 til 2024.
Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra kennara og nemendur skólans ræða við heiðursgestinn í góðu tómi. Við þökkum Birgi kærlega fyrir komuna og öllum þeim sem gerðu daginn að skemmtilegum viðburði. Myndina tók Sólveig Ólafsdóttir.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta