Hertar kröfur um kynjajafnrétti í styrkjaúthlutunum hjá Horizon Europe 19. október 2021

Hertar kröfur um kynjajafnrétti í styrkjaúthlutunum hjá Horizon Europe

Gerð verður krafa um virkar jafnréttisáætlanir hjá umsóknaraðilum Horizon Europe frá og með næsta úthlutunarári. Þetta þýðir að umsóknir frá opinberum stofnunum á borð við æðri menntastofnanir og rannsóknastofnanir verða ekki teknar gildar nema viðkomandi stofnum vinni skipulega að jafnrétti kynjanna samkvæmt samþykktri jafnréttisáætlun, GEP eða Gender Equility Plan.

Beinist gegn kynbundinni mismunum á öllum stigum

Samkvæmt yfirlýsingu Mariya Gabriel, framkvæmdastjóra nýsköpunar-, rannsókna-, menningar-, mennta- og æskulýðsmála, þá er þessum breytingum ætlað tryggja að úthlutanir byggi á öllum stigum starfsins á sjónarmiðum kynjajafnréttis. Markmiðið sé þannig að útrýma kerfislægri kynjamismunun innan Horizon styrkjakerfisins.

Jafnréttisskilyrði umsækjenda

Svo að umsókn teljist styrkhæf samkvæmt þessum nýju kröfum þarf jafnréttisáætlun viðkomandi stofnunar að uppfylla eftirtalin fjögur skilyrði; samþykkt jafnréttisáætlun þarf að liggja fyrir undirrituð af yfirstjórn og vera aðgengileg á vef stofnunarinnar, viðeigandi úrræði og fjármagn þarf að vera til staðar fyrir framkvæmd hennar, eftirlit þarf að vera til staðar sem staðfestri með hlutlægum hætti framkvæmdina og aðgerðir þurfa að skila sér í aukinni vitund og þjálfun í kynjajafnrétti hjá starfsfólki og stjórnendum.

Þá er mælst til þess að jafnréttisáætlun beinist að kynjajafnrétti hvað varðar jafnvægi á milli fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku, stofnanamenningu, forystu og stjórnun og ráðningum og framgangi, samþættingu jafnréttissjónarmiða við rannsóknastarfsemi og kennslu og markvissar aðgerðir gegn kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Rúmast innan jafnréttisstefnu Háskólans á Bifröst

Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður jafnréttisnefndar Háskólans á Bifröst, telur að þessi nýju og auknu skilyrði innan Horizon rúmist innan jafnréttisstefnu háskólans. „Við erum með nýuppfærða jafnréttisstefnu og lukum auk þess nýlega við jafnlaunavottun vinnustaðarins. Ég fæ því ég ekki betur séð en að Háskólinná Bifröst uppfylli þessi nýju skilyrði og vel það,“ segir Helga Guðrún.

Byggir á endurskoðun ERA

Þessi ákvörðun, að skilyrða styrkveitingar með þessu móti, byggir á endurskoðaðri rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins innan ERA (the new Eruopean Research Area) og nýrri janfréttisstefnu ESB fyrir árin 2020-2025. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði m.a. í tilefni af nýju jafnréttisstefnunni að ekki væri nógu gott að nota aðeins helminginn af starfsfólkinu, hugmyndunum og möguleikunum. Stefnunni væri fyrst og fremst ætlað að tryggja að allir kraftar Evrópu nýtist alltaf til fulls. Endurskoðun ERA, þessarar sameiginlegu rannsóknastefnu ESB hófst 2018, en stefnan er mörkuð til um 20 ára í senn.

Gender Equality – a Strengthened Commitment in Horizon Europe

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta