Heimsókn frá SP Jain
10. júlí 2014Heimsókn frá SP Jain
Síðustu vikur hafa erlendir gestir verið tíðir í Háskólanum á Bifröst og ber það vott um öflugt alþjóðlegt samstarf. Einn af þessum gestum var Dr.Carol Cabal frá SP Jain School of Global Management sem nýlega varð einn af samstarfskólum Háskólans á Bifröst. Skólinn er með útibú í þremur borgum, Singapore, Sidney og Dubai. Dr.Carol hélt stuttan kynningarfyrirlestur fyrir nemendur á Bifröst um skólann sem er áhugaverður kostur fyrir skiptinám. Á myndinni er Dr.Carol ásamt Brynjari Þór Þorsteinssyni sem sér markaðs- og samskiptamál á Bifröst.
Fyrsti nemandinn mun koma frá SP Jain hingað á Bifröst í haust og vera í skiptinámi í eina önn. Nánar um SP Jain: http://www.spjain.org/index.aspx
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta