HB styrkir Gulleggið 11. október 2023

HB styrkir Gulleggið

Háskólinn á Bifröst gerði nýlega styrktarsamning til þriggja næstu ára við KLAK - Icelandic Startups vegna frumkvöðlakeppninnar Gulleggið.

Með samningnum fær Háskólinn á Bifröst aðild að vísindaferðum Gulleggsins, auk þess sem háskólinn tilnefnir fulltrúa í rýnihóp frumkvöðlakeppninnar, en hann hefur það hlutverk að meta innsendar viðskiptahugmyndir fyrir hverja keppni.

Þá tilefna bakhjarlar einnig stýrihóp keppninnar, sem ákveður áherslur hvers árs og rýnir framkvæmd að hverri keppni lokinni.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor: „Háskólinn á Bifröst kappkostar að efla með ráð og dáð frumkvöðlastarf og það er okkur þess vegna dýrmætt að fá að vera í stuðningsliði Gulleggsins. Með því móti fáum tækifæri til að hlúa að þeim mikilvæga vettvangi sem frumkvöðlakeppnin er, ekki hvað síst nýjum sprotum og möguleikum þeirra til að skjóta rótum í atvinnulífinu.“

Þess má svo geta að skráning vegna þátttöku í Gullegginu 2024 rennur út þann 13. október nk.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta