Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, var heiðursgestur hátíðarkvöldverðarins.

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, var heiðursgestur hátíðarkvöldverðarins.

14. nóvember 2022

Hátíð á Bifröst

Vart er hægt að ljúka staðlotu betur en að snæða góðan mat í frábærum félagsskap. Stemningin var enda frábær á hátíðarkvöldverði grunnnema sem fram fór í Kringlunni á Bifröst síðastliðið laugardagskvöld. 

Heiðursgestur kvöldsins var Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari og var sú innsýn sem hann veitti í starfsemi Karphússins í senn áhugaverð og fróðleg. Alla jafna er fremur hljótt um embætti ríkissáttasemjara og má því segja að hér hafi ríkissáttasemjari fengið frábært tækifæri til að segja stjórnendum morgundagsins frá gangvirki þess.

Að hátiðarkvöldverði loknum tók við kósý-stund með trúbador í boði Nemendafélagsins við arineldinn í Kringlunni. 

Veislustjóri var dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta