Háskólinn á Bifröst þátttakandi í Gullegginu 18. nóvember 2014

Háskólinn á Bifröst þátttakandi í Gullegginu

Háskólinn á Bifröst og Klak/Innovit skrifuðu undir samning vegna þátttöku skólans í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Með þessu vill skólinn styðja við bakið á nýsköpun og einnig hvetja nemendur að taka þátt í frumkvöðlastarfi og sækja námskeið á vegum keppninnar þeim að kostnaðarlausu. Eftir að skrifað hafði verið undir samning héldu þau Svava Björk Ólafsdóttir og Haraldur Þórir Proppé Hugosson kynningu á Gullegginu fyrir nemendur Háskólans á Bifröst. Vilhjálmur Egilsson rektor skrifaði undir samninginn fyrir hönd Háskólans á Bifröst.

Gulleggið er að fyrirmynd MIT háskólans í BNA og VenturCup á Norðurlöndunum og er meginmarkmið keppninnar að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er því frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið uppá námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga.

 


 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta