
Háskólinn á Bifröst settur í morgun frá Siglufirði
Háskólinn á Bifröst var settur í morgun við hátíðlega athöfn í eitt hundraðasta og áttunda sinn, en það gerði Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor frá hinu fallega þorpi Siglufirði. Aldrei hafa fleiri nemendur hafið nám við háskólann, en 1.900 nemendur verða með okkur í vetur, þar af 1000 nýnemar. Viðskiptadeildin er stærsta deildin innan skólans með yfir 1.100 nemendur. Félagsvísindadeild er með rétt tæpa 500 nemendur, lagadeild með 200 nemendur og í undirbúningsnámi við Háskólagátt eru rúmlega 100 nemendur.
„Við erum bæði hrærð og stolt af ferðalagi háskólans og þakklát fyrir að nemendur okkar hvar sem þeir búa í heiminum þurfa ekki að flytja til að stunda háskólanám. Með því að bjóða upp á framúrskarandi fjarnám getum við haldið landi okkar byggðu“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor skólans.
Nýnemadagur háskólagáttar og University Gateway var haldinn í síðustu viku, þar sem yfir 100 nemendur eru skráðir til leiks. Í morgun var svo nýnemadagur grunn- og meistaranema þar sem skólinn var settur að fullu og horfum við spennt til skólaársins 2025 – 2026 og hlökkum til að fylgja nemendum okkar eftir.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta