Háskólinn á Bifröst og KOMPÁS hefja samstarf 18. nóvember 2014

Háskólinn á Bifröst og KOMPÁS hefja samstarf

Á dögunum undirrituðu Háskólinn á Bifröst og KOMPÁS samning um virkt samstarf háskólans og þekkingarsamfélagsins. KOMPÁS er vettvangur um miðlun hagnýtrar þekkingar eða verkfærakista atvinnulífs og skóla, sem byggir á samstarfi fjölda fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, stéttarfélaga, háskóla og fræðsluaðila um land allt.

Með samstarfinu er Háskólinn á Bifröst að efla enn frekar góð tengsl sín við íslenskt atvinnulíf. Nemendur háskólans fá innsýn í hagnýt verkfæri og fræðsluefni frá atvinnulífinu sem nýtast þeim í náminu og hvetur þá til þróunar og rannsókna eða að útbúa ný verkfæri, sem KOMPÁS kemur aftur á framfæri við atvinnulífið.

Þannig stuðlar samstarfið annars vegar að tengingu akademískrar þekkingar og hagnýtrar þekkingar í þágu íslensks atvinnulífs og skóla og hins vegar að aukinni framleiðni, framþróun, hagsæld, og samfélagsábyrgð.


            Brynjar Þór Þorsteinsson, markaðsstjóri Háskólans á Bifröst, og Björgvin Filippusson, stofnandi KOMPÁS þekkingarsamfélagsins,  handsala samstarfið.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta