Frá kynningu á Framúrskarandi fyrirtækjum síðasta árs í Hörpu.
9. september 2024Háskólinn á Bifröst er framúrskarandi fyrirtæki
Háskólinn á Bifröst er á meðal þeirra 2% fyrirtækja sem eru framúrskarandi árið 2024 skv. árlegri úttekt Creditinfo.
Meginmarkmið Creditinfo með þeirri ýtarlegu greiningu sem liggur að baki útnefningu á framúrskrandi fyrirtækjum, er að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem byggja rekstur sinn á traustum grunni og eru því í hópi þeirra sem er best treystandi á hverjum tíma.
Heildarlisti Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2024 verður gerður opinber 30. október nk. en að jafnaði eru það um 2% fyrirtækja sem uppfylla öll skilyrði.
Skilyrði sem framúrskarandi fyrirtæki uppfylla lúta m.a. að lánshæfisflokki, eiginfjárhlutfalli, ársreikningaskilum, rekstrarhagnaði og rekstrartekjum tvö til þrjú ár aftur í tímann.
Creditinfo hefur gefið út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins í 14 ár. Þau fyrirtæki sem metin eru framúrskarandi býðst samhliða að fá vottun hjá Creditinfo um vönduð vinnubrögð í rekstri þeirra.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, segir það afar ánægjulegan árangur að háskólinn sé kominn í þennan einstaka flokk fyrirtækja. Ekki aðeins auki það veg og virðingu háskólans, heldur feli það í sér mikilvæga viðurkenningu þriðja aðila á vönduðum vinnubrögðum í rekstri hans.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta