25. september 2024
Velkomin á Vísindavöku
Vísindavaka 2024 verður haldin laugardaginn 28. september 2024 milli klukkan 13:00 og 18:00 í Laugardalshöllinni - frjálsíþróttahöll.
Háskólinn á Bifröst lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta á þessum stærsta vísindamiðlunarviðburði ársins, en á Vísindavöku kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt á fjölda kyningarbása.
Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum.
Opnunardagskrá Vísindavöku er kl. 13:00 til 13:30
- Velkomin á Vísindavöku: Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
- Ávarp ráðherra: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
- Veiting viðurkenningar Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun
- Vísindavaka gangsett: Sprengju Kata sprengir Vísindavöku í gang
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta