Framkvæmdastjórn Háskólans á Bifröst, f.v. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Auðbjörg Jakobsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Lydía Geirsdóttir, Margrét Vagnsdóttir, Elín H. Jónsdóttir, Stefan Wendt, Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
30. janúar 2023Háskólinn á Bifröst á Selfossi
Framkvæmdastjórn Háskólans á Bifröst lagði nýlega land undir fót og fundaði á Selfossi. Stór hluti nemenda við Háskólann á Bifröst, eða um 40%, er búsettur utan höfuðborgarsvæðisins og því er að mörgu leyti tilvalið að framkvæmdastjórnin spegli það með því að dreifa fundarsetum á milli landshluta.
Háskólinn á Bifröst fékk fundaraðstöðu á Selfossi hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Megin umfjöllunarefni fundarins var endurskoðun á aðgerðaáætlun ársins 2023 ásamt lykilmælikvörðum háskólans, sem allar stefnur háskólans eru samkvæmt gæðakerfi hans í stöðugri endurskoðun og endurmati, svo að stefnumótunin þjóni háskólasamfélaginu sem skyldi.
Tekið var að vonum vel á móti framkvæmdastjórninni og fréttir fluttar af fundi hennar á Selfossi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta