Sunnudagsmogginn birti um síðustu helgi athyglisvert viðtal við Margréti, rektor Háskolans á Bifröst. (Ljósm. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir)

Sunnudagsmogginn birti um síðustu helgi athyglisvert viðtal við Margréti, rektor Háskolans á Bifröst. (Ljósm. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir)

11. september 2023

Háskóli í stakkaskiptum

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor, rekur í einlægu viðtali við Sunnudagsmoggann (09.09.2023) þann viðsnúning sem orðið hefur í rekstri Háskólans á Bifröst frá því að hún tók við sem rektor í ágúst 2020.

„Ég vann all­an sól­ar­hring­inn og var ekki með borðann Vin­sæl­asta stúlk­an eft­ir vet­ur­inn,“ segir Margrét um fyrsta starfsárið sitt. Hún hafi verið ráðin til að breyta hlutunum og koma rekstri háskólans á réttan kjöl. Það hafi tekið á, ekki hvað síst fyrsta kastið.

Sem dæmi um þær breytingar sem hafi átt sér stað nefnir Margrét að eigið fé háskólans hafði ekki verið jákvætt frá árinu 2012, þegar hún tók við. Algjör viðsnúningur hafi orðið í þeim efnum, eins og sjá megi m.a. á því að háskólinn hafi verið rekinn með afgangi undanfarin þrjú skólaár. Þá hafi fjarnám með staðlotum verið í boði, en nú sé háskólinn eingöngu í fjarnámi. 

"Fólkið mitt hef­ur rifið staðinn upp og í dag er skól­inn ein­göngu í fjar­námi. Við erum bara í skýj­un­um.“

Mesti og e.t.v. mikilvægasti viðsnúningurinn hafi þó átt sér stað í gæðamálum með gæðavottun Háskólans á Bifröst um síðastliðin áramót. 

Margt fleira ber á góma í þessu athyglisverða viðtali, þ.á.m. viðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri um mögulega sameiningu og tilurð næststærsta háskóla landsins.

Að mati Margrétar er mikilvægt að nýta það tækifæri sem sú sameining feli í sér til að efla starfsemi háskólanna.

Mbl.is birti góða samantekt úr viðtalinu sem lesa má hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta