Háskólamenntun fyrir betri heim
23. október 2025

Háskólamenntun fyrir betri heim

Háskólinn á Bifröst býður til rafrænnar vinnustofu sem haldin er á vegum OpenEU, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13:00 - 16:30 á Teams. Vinnustofan er samtal um hvernig menntun getur stuðlað að árangursríkri innleiðingu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna.

Að vinnustofu lokinni verður svo kokteill og góður félagsskapur í Visku, Borgartúni 27, frá kl 17:30 - 19:00. Það er okkur sönn ánægja sjáir þú þér fært að taka þátt með okkur.

OpenEU er fjögurra ára samstarfsverkefni styrkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með það að markmiði að skapa sam-evrópskan opinn háskóla sem nýtir stafrænt nám samfélögum til heilla.

Áhersla vinnustofunnar

Vinnustofan mun einblína á fimm heimsmarkmið og undirmarkmið þeirra. Við skoðum hvernig íslenskir hagsmunaaðilar geta lagt sitt að mörkum til þessara markmiða og ekki síður haft hag af samstarfi. Þessi heimsmarkmið eru:

  • SDG 4 – Menntun fyrir öll: Jafnt aðgengi, stafræn færni og nám alla ævi.
  • SDG 9 – Nýsköpun og uppbygging: Stafrænar lausnir, VR/AR kennsluefni og sveigjanleg menntun.
  • SDG 13 – Aðgerðir í loftslagsmálum: Fjarnám sem kolefnislítil lausn og sjálfbærni í rekstri.
  • SDG 16 – Friður og réttlæti: Lýðræðisfærni, lagalegt læsi og ábyrg stjórnsýsla.
  • SDG 17 – Samvinna um markmiðin: Samstarf milli opinberra aðila, einkaaðila og félagasamtaka.

 

Hvers vegna að taka þátt?

Vinnustofan er tækifæri til að mynda tengsl við fræðafólk og sérfræðinga úr mörgum ólíkum áttum og tækifæri til að taka þátt í samtali við háskólastofnanir víðsvegar um Evrópu um staðbundnar og alþjóðlegar áskoranir tengdar heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá er hún kjörið tækifæri til að koma sínum hugmyndum að við þróun nýrra menntunarúrræða, í samstarfi við háskóla og aðra hagsmunaaðila.  Niðurstöður vinnustofunnar munu birtast í alþjóðlegri skýrslu verkefnisins OpenEU.