Háskólahátíð Háskólans á Bifröst 15. júní 2023

Háskólahátíð Háskólans á Bifröst

Háskólahátíð er útskriftarhátíð háskólans og er löng hefð fyrir því að brautskráning fari fram um og upp úr miðjum júní. Raunar hefur það verið gert svo lengi sem elstu menn muna. Engin breyting verður þar á og verður útskriftarefnum háskólans að vanda fagnað á útskriftardegi.

Hins vegar þarf að færa hátíðina um set og verða útskriftaefni brautskráð í Hjálmakletti, þar sem Menntaskóli Borgarfjarðar er til húsa. Ástæðan er sú að mygla var að greinast í aðalbyggingu háskólans. Þótti því rétt að færa háskólahátíðina í annað húsnæði, svo að fyllstu öryggissjónarmiða sé gætt. Sumarið verður svo nýtt til frekari greininga á umfangi og úrlausnum vandans.

Háskólahátiðinni hefur jafnframt verið flýtt um klukkustund og hefst hátíðin klukkan 10:00. 

Útskrift úr háskóla er jafnan hátíðleg stund fyrir alla sem að henni standa og vonar Háskólinn á Bifröst að útskriftarefni og gestir muni njóti hátíðarinnar sem fyrr þrátt fyrir umræddar ráðstafanir. 

Háskólinn á Bifröst langar af þessu tilefni að koma þakklæti á framfæri við Borgarbyggð fyrir bregðast skjótt við og gera háskólanum kleift að halda háskólahátíðina í Hjálmakletti, þrátt fyrir þétta þjóðhátíðardagskrá þar, en menningarhús sveitarfélagsins er einnig til  húsa í byggingunni.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta