Háskóladagurinn hjá Háskólanum á Bifröst 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn hjá Háskólanum á Bifröst

Háskólinn á Bifröst kynnir námsframboð sitt á þremur stöðum eða á Háskólatorgi HÍ (kjallara), í Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að kynna sér háskólanám að koma við hjá Háskólanum á Bifröst. Við bjóðum sveigjanlegt fjarnám af fremstu gerð, ásamt spennandi námslínum sem eru margar hverjar aðeins í boði við Háskólann á Bifröst, eins Skapandi greinar og viðskiptalögfræði.

Þá kynnum við einnig spennandi nýjungar í grunnnámi eða BS nám í viðskiptafræði með áherslu á samfélagsmiðlastjórnun og BA nám í öryggisfræði og almannavörnum, sem er einnig aðeins í boði við Háskólann á Bifröst. Þá er kynnum við jafnframt á ný stjórnvísindi, frábæran klassíker í grunnnáminu hjá okkur.

Verið hjartanlega velkomin.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta