Háskóladagurinn á Bifröst
Á Stafræna háskóladaginn stillir Háskólinn á Bifröst upp sveit vaskra nemenda og starfsmanna sem kynna munu háskólann fyrir gestum dagsins.
Í boði verður viðtal við Elfu Huld Haraldsdóttir, námsráðgjafa háskólans, auk þess sem fulltrúar nemenda verða á staðnum til að taka spjallið um námið og upplifun þeirra á því.
Þá verður livechat háskólabottinn opinn og um að gera fyrir þá sem vilja frekar nýta sér þá samskiptaleið að senda okkur línu.
Í tilefni dagsins verður jafnframt nýtt Bifrastarhjól kynnt, en því er ætlað að auðvelda áhugasömum að kynna sér fjölbreytt námsframboð við háskólann.
Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla landsins. Markmiðið er að kynna verðandi háskólaborgurum námsframboð og greiða með því móti leið þeirra sem hafa áhuga á háskólanámi.Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla landsins. Markmiðið er að kynna verðandi háskólaborgurum námsframboð og greiða með því móti leið þeirra sem hafa áhuga á háskólanámi.
Háskóladagurinn fer nú fram annað árið í röð í stafrænum sýndarveruleika veraldarvefjarins. Svo skemmtilega vill til að daginn ber upp 26. febrúar sem er jafnframt fyrsti laugardagurinn eftir afnám allra sóttvarna.
Ákveðið var í byrjun febrúar að færa daginn í stafrænan ham út af hertum sóttvarnaraðgerðum. Þegar ljóst var að afnám allra slíkra aðgerða væri í farvatninu var engu að síður ákveðið að halda óbreyttri stefnu, aðallega í ljósi þess að fyrirvarinn væri of stuttur til þess að framkvæmdinni yrði breytt úr stafrænum í staðbundinn viðburð.
Þá vóg einnig þungt það sjónarmið, að margir veigri sér líklega enn við mjög fjölmennum samkomum með hliðsjón af smithættu, enda sé COVID-bylgjan sem nú ríður yfir líklega í hámarki.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta