15. mars 2022

Háskóladagurinn á Akureyri

Háskóladagurinn verður haldinn í Háskólanum á Akureyri 19. mars nk., kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum stað. 

 

Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða á staðnum, reiðubúnir að spjalla við gesti dagsins. Þeir íbúar á Akureyri og nágrenni, sem eru að íhuga að fara í háskólanám, eru öll hvött til að grípa tækifærið og leggja leið sína í aðalbyggingu háskólans á Norðurslóð 2. Starfsmenn og nemendur háskólanna munu taka vel á móti gestum dagsins og svara spurningum sem lúta að draumanáminu, námsleiðum háskólanna og háskólasamfélaginu í heild sinni. 

Þann 6. mars fór stafræni háskóladagurinn fram, en ákveðið var með hliðsjón af framgangi COVID19 smita, að háskóladagurinn yrði stafrænn annað árið í röð. Samhliða var ákveðið að gera ráð fyrir staðbundnum viðburðum í tilefni dagsins á Akureyri þann 19. mars.

Þar sem um fyrsta staðbundna viðburðinn er að ræða frá 2020 koma rektorar háskólanna saman á Akureyri til að opna formlega háskóladaginn í sameiningu.

 

Það er von háskólanna að áhugasamir noti tækifærið og kynni sér það fljölbreytta úrval námsleiða sem íslenskir háskólar hafa fram að bjóða. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta