7. september 2023

Hagur stúdenta að leiðarljósi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, segir áhyggjur stúdenta af mögulegri sameiningu háskóla skiljanlegar.

 Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) sendu nýlega frá sér yfirlýsingu, þar sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að hafa samráð við stúdenta vegna mögulegrar sameiningar háskóla. Benda samtökin m.a. á mikilvægi þess að haft verði samráð við stúdenta og að fækkun háskóla stuðli ekki að aukinni einsleitni innan háskólakerfisins. Þá mótmæla samtökin langvarandi fjársvelti háskóla hér á landi og telja sameiningu háskóla ekki fýsilega lausn á þeim heimatilbúna vanda sem háskólar landsins standi frammi fyrir.

 Margrét tekur undir mikilvægi þess að haft verði fullt samráð við stúdenta vegna mögulegra sameininga háskóla. Auk þess sem háskólar séu bundnir að lögum til samráðs og samstarfs við nemendur, þá eru nemendur mikilvægasti samráðshópur hvers háskóla. Án aðkomu þeirra og samráðs gæti reynst erfitt að mynda úr tveimur háskólum nýjan og enn betri. Það sé því ekki síður hagsmunamál háskólanna að hafa hagmuni stúdenta að leiðarljósi á öllum stigum sameiningarmála.

 Þá segir Margrét ekki síður mikilvægt að muna að sameining háskóla snýr ekki eingöngu að fjárhagslegu hliðinni. „Stundum er stærra einfaldlega betra, ekki hvað síst þegar stefnt er að auknum fjölbreytileika í námsframboði, áhættustýringu á námsgreinum og rannsóknum á háskólastigi.“

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta