
Hádegismálstofa um rannsóknir
Haukur Logi Karlsson dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst mun fjalla um rannsóknir sínar í næstu hádegismálstofu Háskólans á Bifröst um rannsóknir sem haldin verður fimmtudaginn 13. mars. Haukur mun fjalla stuttlega um feril sinn sem rannsakanda og segja frá tveimur rannsóknarverkefnum sem hann hefur unnið að. Þar er annars vegar um að ræða rannsókn á réttarfari í tengslum við uppgjör fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008, en sú rannsókn hlaut þriggja ára styrk úr rannsóknasjóði Rannís. Hins vegar mun Haukur fjalla um rannsókn á hlutverki samkeppnisréttar á vinnumörkuðum, en Haukur vann að þeirri rannsókn á grundvelli þriggja ára styrks úr nýliðunarsjóði Háskóla Íslands.
Málstofan verður haldin á Teams og hægt verður að taka þátt með því að senda póst á netfangið rannsoknarstjori@bifrost.is og fá sendan hlekk á Teams viðburðinn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta