22. janúar 2024

Greitt fyrir útgáfu grænna skuldabréfa

Green bonds and sustainable business models in Nordic energy companies er heiti greinar sem Stefan Wendt, deildarforseti viðskiptadeildar, er höfundur að ásamt Jordan Mitchell, Þresti Olaf Sigurjónssyni og Nikolaos Kavadis. 

Útgáfa á grænum skuldabréfum er algengasta leiðin hjá fyrirtækjum til að fjármagna umskipti yfir í sjálfbærari framtíð. Á sama tíma og útgáfa þessara skuldabréfa hefur þannig farið stöðugt vaxandi, skortir þó tilfinnanlega gagnreyndar rannsóknir á því hvernig fyrirtæki geta yfirstigið þær innri hindranir sem kunna að standa í vegi fyrir útgáfu þeirra.

Rannsókn Stefans og félaga beindist að því, hvernig fimm norræn orkufyrirtæki beittu sjálfbærum viðskiptalíkönum til að vinna á þessum innri hindrunum. 

Niðurstöðurnar sýna ýmis forstig eða vísa að sjálfbærum viðskiptalíkönum fyrir útgáfu grænna skuldabréfa, þ.á.m.  flokkast áherslur á umbætur í umhverfismálum sem hluta af markmiði og stefnu; fjárfestingar í eignum sem skila ávinningi fyrir umhverfið og fjárlosun þeirra sem gera það ekki og virkri viðleitni til að draga úr losun CO2 með rannsóknum og þróun.

Í útgáfuferli grænna skuldabréfa reyndust fyrirtækin jafnframt innleiða ýmsar breytingar á sjálfbærum viðskiptalíkönum sínum, s.s. með innleiðingu á grænum fjármálum ásamt fleiri stjórntækjum.

Í kjölfar útgáfu grænna skuldabréfa koma fram auknir valkostir og afleiðingar sem skapa fyrirmyndar (e. virtuous) hringrásir, sem styðja svo svo aftur við mörkuð umhverfismarkmið og auknu fjárhagslegu og umhverfislegu gildi fyrirviðkomandi fyrirtæki, fjárfesta og samfélagið í heild sinni.

Nánar um greinina Green bonds and sustainable business models in Nordic energy companies  

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta