Grein Dr. Petru Baumruk samþykkt til birtingar í International Yearbook of Environmental law
25. ágúst 2025

Grein Dr. Petru Baumruk samþykkt til birtingar í International Yearbook of Environmental law

Dr. Petra Baumruk, Dósent við háskólann á Bifröst fékk á dögunum samþykkta grein sem mun birtast í International Yearbook of Environmental law sem Oxford University Press gefur út og er eitt af fremstu fræðiritum í heimi á sviði umhverfisréttar. Í grein sinni fjallar Petra um stöðu Íslands fyrir árið 2024 hvað varðar umhverfis- og auðlindamál og tekur saman það sem var gert hér á landi á síðasta ári í málum er varða umhverfið og auðlindir. 

Það er mikill heiður fyrir fræðimenn að fá greinar sínar birtar í þessum virta miðli og óskum við Petru innilega til hamingju með að hafa fengið grein sína samþykkta.