Góðir gestir frá Karlskrona 3. október 2023

Góðir gestir frá Karlskrona

Kennslusvið Háskólans á Bifröst, tók ásamt Stefáni Kalmanssyni fulltrúa kennara, nýlega á móti hópi góðra gesta frá tækniháskólanum Blekinge Tekniska Högskola í Karlskrona í Svíþjóð, en háskólinn sérhæfir sig í verkfræði og er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar í hugbúnaðarverkfræði.

Aðdragandann að heimsókn Svíanna verður þó ekki rakinn til hugbúnaðarverkfræðinnar, heldur til Canvas-kennslukerfisins, en svo skemmtilega vildi til að á ráðstefnu Instructure um þetta útbreidda kennslukerfi, sem fram fór í Amsterdam á síðasta ári, tókust kynni á milli Ásu Sigurlaugar Harðardóttur, kennsluráðgjafa Háskólans á Bifröst og tveggja fulltrúa tækniháskólans. Eiga þeir síðartöldu jafnframt sæti í SUNET, Canvasráði Svíþjóðar um sameiginlega þróun kennslukerfisins í Evrópu.

Auk þess að taka þátt í vinnufundum á Bifröst, snæddu gestirnir málsverð á Hraunsnefi. Þá brá hópurinn sér á hestbak á Sturlu-Reykjum að vinnudegi loknum.

Svíarnir voru afar ánægðir með heimsóknina og vonast til áframhaldandi samtals við kennslusvið Háskólans á Bifröst um hagnýta aðlögun og þróun í Canvas.

Á myndinni hér að ofan eru (f.v.) Vicky Johnson Gatzouras, kennsluráðgjafi, jafnréttis- og læsisráðgjafi BTH, Sólveig Hallsteinsdóttir, verkefnastjóri HB, Christina Vesterlund Hansson, kennsluráðgjafi, námsmats- og námskeiðaráðgjafi og kennslukerfisþróun BTH, Ulrica Skagert, gæðastjóri BTH, Jóhanna Marín Óskarsdóttir, verkefnastjóri HB, Helga Rós Einarsdóttir, námsráðgjafi HB, Ása Sigurlaug Harðardóttir, kennsluráðgjafi HB, Soffía Dagmar Þorleifsdóttir, verkefnastjóri HB, Jonas Knutsson, kennsluráðgjafi og kennslukerfisþróun BTH, Stefán Kalmansson, aðjúnkt HB, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri HB, Leifur Finnbogason, prófstjóri HB. (Ljósm. James Einar Becker)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta