10. nóvember 2022

Glæsilegt kvöld í vændum

Undirbúningur fyrir hátíðarkvöldverðin er nú í hámarki, en grunnnemar koma saman til hátíðarbrigða annað kvöld í Kringlunni á Bifröst. Heiðursgestur kvöldsins er Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, en hann leysir af hólmi Davíð Helgason, sem forfallaðist óvænt.

Aðalsteinn Leifsson hefur gegnt embætti ríkissáttasemjara frá 1. apríl 2020. Hann þótti vel að embættisveitingunni kominn í ljósi víðtækrar þekk­ingar og reynslu á samn­inga­málum, en auk fræði­legrar þekk­ingar hefur hann tekið þátt í samn­inga­við­ræð­um, kennt samninga­tækni á háskólastigi og ráðlagt samnings- og deiluaðilum hvernig bæta megi sam­skipti meðan á samningaviðræðum stendur.

Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edin­burgh Business School / Herriot Watt Uni­versity og MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann dokt­ors­nám í samn­inga­tækni hjá Greneoble Ecole de Mana­gement sam­hliða vinnu á árunum 2016 til 2018. 

Áður en Aðalsteinn tók við embætti ríkissáttasemjara leiddi hann dag­legan rekstur EFTA, ­sem hefur starf­stöðvar í Genf, Brus­sel og Lux­emburg og tæp­lega eitt hund­rað starfs­menn. Samhliða þvi starfi var Aðal­steinn jafnframt lektor við Háskól­ann í Reykja­vík þar sem hann kenndi m.a. samn­inga­tækni og lausn deilu­mála.

Sem kunnugt er, gætu yfirstanandi kjaraviðræður hjá aðilum vinnumarkaðarins farið í hart, á sama tíma og vaxandi átök hafa verið að brjótast upp á yfirborðið innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðan á vinnumarkaði er því að mörgu leyti óvenjuleg og áhugavert að fá ríkissáttasemjara í heimsókn á Bifröst við þessar aðstæður.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta