Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University og MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á árunum 2016 til 2018.
Áður en Aðalsteinn tók við embætti ríkissáttasemjara leiddi hann daglegan rekstur EFTA, sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg og tæplega eitt hundrað starfsmenn. Samhliða þvi starfi var Aðalsteinn jafnframt lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi m.a. samningatækni og lausn deilumála.
Sem kunnugt er, gætu yfirstanandi kjaraviðræður hjá aðilum vinnumarkaðarins farið í hart, á sama tíma og vaxandi átök hafa verið að brjótast upp á yfirborðið innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðan á vinnumarkaði er því að mörgu leyti óvenjuleg og áhugavert að fá ríkissáttasemjara í heimsókn á Bifröst við þessar aðstæður.