Gjörbreytt viðhorf til fjarnáms
Morgunblaðið birti 19. janúar grein eftir rektor undir fyrirsögninni „Faraldur skall á og nemendur hafa aldrei verið fleiri“. Rektor játar að um djarfa fullyrðingu sé að ræða, en engu að síður sé það staðreynd. Nemendum fjölgaði hratt við háskólann samfara Covid-faraldrinum.
Á sama tíma hafi mátt merkja breytingar á viðhorfi fólks til fjarnáms á háskólastigi. Í þeirri jákvæðu þróun felist mikilvæg sóknarfæri, ekki aðeins fyrir Háskólann á Bifröst, sem leiðandi og framsækið afl í fjarkennslu á háskólastigi, heldur samfélagið í heild sinni.
Í því samhengi bendir rektor m.a. á jafnrétti til náms eftir búsetu, en 41% nemenda við Háskólann á Bifröst eru sem dæmi búsettir utan Reykjavíkur og aðgengi að gæðanámi á háskólastigi fyrir útivinnandi fólk og afreksfólk í íþróttum ásamt þeim öðrum sem staðbundið nám hentar síður eða ekki.
Þá hafi heimur háskólanema jafnframt stækkað með aukinni aðsókn í fjarnám og landamæri svo gott sem þurrkast út.
Við þetta megi svo bæta að fjarnám er umhverfisvænt, tímasparandi, lykilatriði í byggðaþróun og einmitt það sem stúdentar vilja.
Hvað síðasttalda atriðið varðar, þá hafi nemendur við Háskólann á Bifröst hrósað mest skipulagi fjarnámsins og persónulegri tengingu við kennara og starfsfólk. Þrátt fyrir að nemendur háskólans búi úti um allt land og allan heim þá upplifi þeir engu að síður tengingu og nánd við háskólann sinn.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta