28. ágúst 2015

Gjöf til samfélagsins á Bifröst

Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst færði á dögunum samfélaginu á Bifröst nýtt Canberra gasgrill. Leitaði Sjéntilmannaklúbburinn eftir samstarfsstyrk hjá Bauhaus sem tók vel í beiðnina. Bauhaus fékk svo grillframleiðandann OutdoorChef í Þýskalandi til að fullkomna samstarfið.

Gasgrillið Canberra frá OutdoorChef er með fjögurra brennara kerfi úr sérlaga endingargóðu steypujárni með fullkominni hitadreifingu og rafstýrðum kveikirofa. Geymsluskápur er undir grillinu og hliðarhilla með hnífaparageymslu sem hægt er að taka af. Grillið hefur einnig fjórskipta grind úr steypujárni, hitagrind og fjögur læsanleg hjól. Einnig er innbyggður hitamælir í loki.

Það var Vilhjálmur Egilsson rektor sem tók við gasgrillinu fyrir hönd samfélagsins á Bifröst. Þakkaði Vilhjálmur fyrir höfðinglega gjöf og sagði gasgrillið koma sér mjög vel fyrir samfélagið sem mun nýta það vel.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta