Gests augað: Nýjar rannsóknir í menningarstjórnun 10. júlí 2014

Gests augað: Nýjar rannsóknir í menningarstjórnun

Miðvikudaginn 25. júní klukkan 12:00 fer fram kynning tveggja erlendra doktorsnema á rannsóknum tengdum menningarstjórnun í Rannsóknasetri um menningarstjórnun á Hverfisgötu 4-6, 5. hæð: Annars vegar um menningariðnað og skipulagsmál við Reykjavíkurhöfn, og hins vegar um hvernig ímynd Íslands er byggð upp í sýningum safna. Um er að ræða tvær stuttar framsögur á ensku þar sem skýrt verður í stuttu máli frá rannsóknarferlinu og helstu niðurstöðum en að því loknu fara fram umræður. 

Þær Weronika Pokojska og Agnieszka Pudełko eru doktorsnemar í menningarstjórnun við Jagiellonska háskólann í Kraká og starfa þessa mánuðina við Háskólann á Bifröst við rannsóknir. Verkefni Agniezku snýr að menningaruppbyggingu við hafnarsvæðið í Reykjavík og titillinn á ensku er „The revitalization of the old harbour in Reykjavik by creative and cultural industries“. Verkefni Weroniku fjallar um mismunandi framsetninu á menningararfi og "hugmyndinni um Ísland" innan valinna íslenskra safna ("to examine how the image of Iceland is created through the approach to heritage and exposure in selected museums“). 

Í kynningu þeirra á verkefnum sínum miðvikudaginn 25 júní, klukkan 12.00 á Hverfisgötu 4-6, 5. hæð, skýra þær í stuttu máli frá rannsóknarferlinu og helstu niðurstöðum. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta