Gestaprófessorar í Póllandi 15. júní 2023

Gestaprófessorar í Póllandi

Diljá Helgadóttir, lektor við lagadeild og Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt við viðskiptadeild, hafa dvalið undanfarna viku við kennslu í Maria Curie-Skłodowska háskólanum í Lublin í Póllandi. 

Hefur Diljá sinnt kennslu í félagarétti og kaupum og sölu fyrirtækja, en Ragnar hefur á hinn bóginn kennt markaðsfræði. 

Maria Curie-Skłodowska háskólinn er einn af samstarfsháskólum HB, en hann er kenndur við hina þekkta eðlisfræðing Maria Curie-Skłodowska eða Marie Curie sem hlaut ásamt eiginmanni sínum Nóbels-verðlaun í eðlisfræði árið 1903. 

Á meðfylgjandi mynd má svo sjá þau Diljá og Ragnar með í baksýn ljósmynd af Maria Curie-Skłodowska á vinstri hönd og Bifrastarglæru á hægri hönd.