2. október 2023

Gervigreind og höfundarréttur

Tíminn líður hratt á gervigreindaröld var yfirskrift vel heppnaðar ráðstefnu sem fram fór í Hörpu þann 29. september sl.

Er skemmst frá því að segja að ráðstefnan fór fram fyrir fullum Norðurljósasal. Á meðal fyrirlesara voru dr. Andres Guadamuz, frá Háskólanum í Sussex, David Kavanagh, framkvæmdastjóri FSE (Federation of Screenwriters in Europe), Burak Özgen, serfræðingu hjá GESAC (European Grouping of Societies of Authors and Composers) og Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor og fagstjóri viðskiptafræði með áherslu á viðskiptagreind. 

Þá setti Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskptaráðherra ráðstefnuna.

Að ráðstefnunni stóðu eftirtaldir aðilar: STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna), Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. 

Nálgast má upptöku af ráðstefnunni hér á YouTube

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta