Hópurinn stillti sig að sjálfsögðu upp fyrir ljósmyndara fyrir framan heimskortið í Borgartúni, enda kominn víða að mörg hver.

Hópurinn stillti sig að sjálfsögðu upp fyrir ljósmyndara fyrir framan heimskortið í Borgartúni, enda kominn víða að mörg hver.

17. júlí 2023

Geimvísindafólk framtíðarinnar

Vaskur hópur alþjóðlegra háskólanema á vegum Space Iceland hefur fengið afnot af skrifstofum Háskólans á Bifröst í Borgartúni í sumar.

Vera þeirra þar er liður í samstarfi Háskólans á Bifröst og Space Iceland. Alls er um ellefu nemendur að ræða og voru þeir valdir úr fjölmennum hópi umsækjenda um sumarstarf á vegum Space Iceland NextGen.

Þetta skemmtilega ungmennaverkefni, Space Iceland NextGen hlaut styrkt frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Promoting Copernicus, en það verkefni er styrkt af Landmælingum Íslands skv. rammasamstarfssamningi Copernicus.

Það er því óhætt að segja að starfsstöð Háskólans í Borgartúni muni þjóna þörfum vísindanna í sumar, enda þótt skrifstofa háskólans sé lokuð nú yfir hásumarið eða fram að verslunarmannahelgi.

Er það Háskólanum á Bifröst mikið ánægjuefni að fá þetta tækifæri til að styðja við bakið á verðandi geimvísindafólki.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta