22. ágúst 2023

Fýsileiki sameiningar kannaður

Háskólinn á Bifröst, HB og Háskólinn á Akureyri, HA, hafa rætt um að ráðast í fýsleikakönnun á sameiningu háskólanna.

Stjórn Háskólann á Bifröst hefur samþykkt að ráðast í slíka könnun og beðið er eftir að málið hljóti umfjöllun í háskólaráði Háskólans á Akureyri.

Að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektor HB, hafa báðir aðilar sýnt málinu áhuga en of snemmt er að tjá sig um málið.

Við fyrstu sýn gæti margt mælt með sameiningu eða nánara samstarfi HB og HA. Háskólarnir hafa hvor um sig haslað sér völl í fjarkennslu og eru tengsl beggja háskóla við landsbyggðirnar enda sterk. Þá myndi samsláttur þeirra leggja grunninn að öðrum stærsta háskóla landsins, næst á eftir Háskóla Íslands. Leiði fýskileikakönnun í ljós, að þessar tvær einingar geti vissulega rekist vel saman, gæti því verið að talsverðu að vinna með sameiningu þeirra.

Þó er í þessu sambandi rétt, að mati Margrétar, að undirstrika vandlega, að málið er enn á algeru frumstigi og því engar fregnir að hafa, í það minnsta ekki enn.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta