Fyrsta Hriflan komin út 30. mars 2022

Fyrsta Hriflan komin út

Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst hefur hafið útgáfu á Hriflunni, nýju og gagnrýnu hlaðvarpi um þjóðfélagsmál. Fyrsta Hriflan er helguð innrás Rússa í Úkraínu - ástæðum, afleiðingum og áhrifum.

Á meðal sjónarhorna má nefna stöðu Pútíns og þjóðfélagsþróunina í Rússlandi frá falli Sovétríkjanna. Rakið er m.a. í þessu sambandi hvernig Jeltsín og síðar Putin hefur mistekist að snúa efnahagsþróuninni í Rússlandi við, með þeim afleiðingum að lífskjör þar í landi hafa verið að dragast aftur úr samanburðarlöndum og hvernig sú þróun kann að hafa styrkt útþenslustefnu Pútín.

Áhrif stríðsins á Kína, Evrópusambandið og Bandaríkin eru skoðuðu en svo virðist sem innrás Rússa hafi ekki aðeins þjappa Ervrópusambandslöndunum saman, heldur einnig Bandarísku þjóðinni sem virtist til skamms tima klofin i herðar niður. Hvað Evrópusambandið varðar beinist talið jafnramt að stöðu mála í Póllandi og Ungverjalandi. Þar hafa þjóðernispoppúlískir stjórmálaflokkar verið við völd, sem horft hafa að mörgu leyti til valdboðsstjórnmála Putins.

Þá er litið til áhrifa stríðsins á þróun og horfur í málefnum flóttamanna. Meira en annað hvert barn í úkraínu er á flótta og fjórði hver úkraínubúi og eykst neyðin og skelfingin með hverjum degi. Á hinn bóginn má merkja að afstaða almennings í Evrópu er almennt mun jákvæðari í garð flóttamanna, ekki hvað síst í Ungverjalandi og Póllandi þar sem tekið hafði verið fyrir móttöku þeirra. Er í þessu sambandi jafnframt spurt hvort þessi þróun geti verið til marks um einhvers konar rasisma í flóttamannamálum, þar sem flóttamenn frá Úkraínu séu upp til hópa hvítir og kristnir.

Þetta eru þó aðeins örfáir punktar af mörgum í áhugaverðu fyrsta hlaðvarpi Hriflunnar.

Yfirskrift hlaðvarpsins er Stríð í Evrópu: Innrás Rússa í Úkraínu, ástæður, afleiðingar, áhrif og má nálgast það á öllum helstu efnisveitum. Gestir Magnúsar í Hriflunni eru Valur Gunnarsson, rithöfundur, Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og dr. Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta