
Fyrrum nemendur okkar í titilbaráttunni í körfuboltanum
Þessa dagana stendur yfir úrslitakeppni í Íslandsmeistaramótinu í körfubolta þar sem Stjarnan og Tindastóll keppa um íslandsmeistaratitilinn. Það er skemmtilegt að segja frá því að þrír lykil leikmanna Stjörnunnar þeir Hilmar Smári Henningsson, Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson hafa allir útskrifast frá Háskólanum á Bifröst.
Þeir hafa verið atvinnumenn í körfubolta erlendis sem og hérlendis og námið stunduðu þeir meðal annars með atvinnumennskunni. Eru þeir lýsandi dæmi um hve mikil tækifæri felast í því að geta stundað gæða háskólanám í fjarnámi hvar sem viðkomandi er staddur í heiminum.
Fjöldi íslensks afreksíþróttafólks hefur nýtt sér fjarnámið hjá Bifröst til að afla sér háskólamenntunar á sama tíma og þau hafa stundað sína íþrótt í atvinnumennsku víða um heim. Með fjarnámi tryggir Bifröst öllum aðgengi að gæða háskólamenntun óháð því hvar fólk er statt í heiminum, eða hverjar sem aðstæður eru. Í fjarnámi er hægt að læra hvar sem er og hvenær sem er. Bifröst er víða.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta