Fyrri staðlota meistaranema 16. september 2024

Fyrri staðlota meistaranema

Meistaranemar hittust á fyrri staðlotu haustannar nú um helgina. Mæting var frábær, bæði hjá meistaranemum við viðskiptadeild sem komu saman í Hjálmakletti í Borgarnesi, sem og meistaranemum við félagsvísindadeild og lagadeild, en þau vörðu staðlotu sinni á Hvanneyri, steinsnar frá Borgarnesi.

Bekkurinn var því þétt setinn víðast hvar, líkt og á staðlotu grunnnema fyrr í þessum mánuði.

Almenn ánægja er með aðstöðu bæði í Hjálmakletti og á Hvanneyri. Vel fór um bæði nemendur og kennara í þeim verkefnum sem biðu á staðlotu, hvort heldur um fyrirlestra var að ræða, kynningar á hópverkefnum eða hópavinnu. Þá lét nemendafélagið ekki sitt eftir liggja og bauð, bæði í Borgarnesi og á Hvanneyri, upp á góðan viðurgjörning og peysusölu ásamt frábærri dagskrá á Hvanneyri Pub.

Myndin hér að ofan er af nemendum í menningarstjórnun, sem voru að kynna hópverkefni þegar ljósmyndara bar að garði á Hvanneyri um síðustu helgi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta